Pott þétt CIA að njósna um Birgittu.

Wikileaks hafa nú ekki verið þekktir fyrir að afla upplýsinganna sjálfir heldur sem hlekkur fyrir þá sem vilja leka gögnum til fjölmiðla

Hinsvegar kæmi það mér ekkert á óvart að Bandaríkjamenn gerðust svo ósvífnir að koma þessu fyrir til að njósna um Birgittu... Þar sem tölvan var sett upp nálægt hreyfingunni og Sjálfstæðisflokknum sem hvorugir eru í stjórn.


mbl.is „Menn stígi varlega til jarðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

mig langar nú einna helst að vita hvaða sérfræðingar í tölvumálum hafa legið í heilt yfir þessari umræddu vél og hvað þeir fundu sem tengist njósnum.. hvaða búnaður það var ...

ef það voru þeir sömu og drógu netkapla útr veggjum í deilis málinu þá er ég ekki hissa á því að þetta hafi tekið ár ..

hins vegar þykir mér enn meira merkilegt að enginn alþingis maður skuli hafa fengið að vita af þessu.

er ekki það fyrsta sem maður gerir þegar maður verður fyrir árás... að verja sig.

er ekki mikilvægast þegar yupplýsingar leka að stoppa lekann...

svo vildi ég endilega að sá sem gleymdi tölvunni sinni komi fram því ég tel það vera mestar líkur að þarna hafi einhver alþingismaðurinn verið á ferð jafnvel ofurölvi eða í annarlegu ástandi af einhverjum öðrum orsökum.

nú eða kannski hafa bara einhverjir þeirra verið að riðlast og þurft að hverfa skyndi áður en komið var að þeim..

það að einhver sé að njósna um íslenska alþingið er bara heimskt það er eina og ætla að njósna um geðdeild ..en ef svo væri þá er líklegast hægt að horfa til breta og hollendinga.. ja og annara esb ríkja ...

CIA er held ég tiltölulega áhugalaust um alþingi ..þó þeir hafi kannski áhuga á birgittu ..þá hlera þeir hana bara persónulega eru ekkert að standa í svona klúðri ..

já það er ESB lykt af þessu.. í það minnsta skíta lykt ..en hún er nú hvort eð er ríkjandi á þessu alþingi okkar..

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:28

2 identicon

Það er ferlega andstyggilegt og óheiðarlegt að vera með hálfkveðnar vísur og slúður um wikileaks. Wikileaks hefur aldrei stundað njósnir, ekki frekar en blöð og sjónvarpsstöðvar sem fjalla um gögn sem einhver lekur í þau, en flestar ríkissjónvarpsstöðvar heims væru glæpamenn ef wikileaks eru það. Það er aftur á móti glæpur að hylma yfir glæp, hvað þá stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyninu, slíkt varðar við alþjóðalög og alþjóðadómsstóla...man einhver eftir Nurnberg???!! Það sýnir hnignandi lýðræði í heiminum nú á dögum og þjónkun við peningavald hvernig farið er með wikileaks. Það er stríð, og það er ekki stríð kristni gegn Islam, það er ekki stríð austur gegn vestur, .....nei, það er stríð FASÍSKRA afla í austri sem vestri, sem vinna saman að því að brjóta niður lýðræðið og ganga frá því dauðu, oft með trjóuhestum og njósnurum, ..sem sumir eru jafnvel opinberir embættismenn..........gegn öflum lýðræðisins sem unnu sinn sigur í Frönsku Byltingunni og, tímabundinn og ófullkominn sigur, í Frelsisstríði Bandaríkjanna...Öflin sem eru ábyrg fyrir því að við erum frjáls í dag, menn geta gert það sem þeir vilja, burt séð frá stétt, búið þar sem þeir vilja, og verið það sem þeir vilja, og trúað það sem þeir vilja án þess Rannsóknarrétturinn berji að dyrum. Ef lýðræðið á að lifa af þarf það á ná hærra stigi í þróunn sinni og er wikileaks innlegg í þá baráttu og öflin sem berjast á móti því ólýðræðisleg. Hefðu wikileaks menn komist að þessum stríðsglæpum gegn mannkyninu og þagað væru þeir glæpamenn sjálfir. Heiðarleg manneskja gerir ekki slíkt. Það er alltaf ófyrirgefanlegt að leika sér að því að drepa saklausa borgara og börn, og hugrökku og góðu fólk sem hefur ekkert til saka unnið annað en reyna að koma særðum manni til hjálpar. Góður maður er jafn góður þó hann sé arabi, og enginn er réttdræpari en annar þó arabi sé.

Hermann (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:48

3 identicon

Það hefur ENGINN áhuga á öðrum íslenskum stjórnmálamönnum en Birgittu og Jóni Gnarr. Hvorki almenningur, heimspressan, jafnt almenna pressan út í heimi sem háalvarlega gáfumannapressan sem tekur viðtöl við Birgittu út um allan heim á hverjum degi nú orðið, og jú CIA og þeir líka, afþví þeir eru ekki það geðveikir frekar en aðrir að hafa virkilega áhuga á þessum jarmandi sauðum og gelltandi hundum á alþingi sem sitja og standa eftir fyrirskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, enginn hefur áhuga á slíku fólki. Jóhanna Sigurðardóttir hlaut ekki meira en 15 mínútur af frægð, ef frægð skyldi kalla, fyrir að vera fyrsti lesbíski, og fyrsti samkynhneigði yfirhöfuð, forsætisráðherran. Margir í pressunni út um allan heim hugsuðu gott til glóðarinnar, sérstaklega frjálslynda pressan, að fá þarna eitthvað bitastætt, en fljótt komust allir að því hvað þetta var framtakslaus og hugsunarlaus kona, leiðitöm, persónuleikalaus og það mikill fylgismaður að eðlisfari, sem gengur fyrir skjalli og hóli og fagurgala og smjaðri annarra kvenna.......og hægt að láta sitja og standa eftir því....að það breytti engu þó hún yrði alheimsmálaráðherra, hún er þræll að eðlisfari, getur ekki hugsað sjálfstætt og mun aldrei taka frumlega eða sjálfstæða eða hugrakka ákvörðun, frekar en 99% af hinum bavíönunum og strengjabrúðunum á alþingi.

the Fame Game (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:54

4 identicon

Það ætti að viðurkennast sem fyrst að stjórnmálaflokkar á Íslandi eru orðnir ekkert annað en sértrúarsöfnuðir. Fylgismenn þeirra skipta út sjálfstæðri hugsun og common sense, fyrir hugsanaforrit á vegum flokksins, og vega og meta umheiminn og taka ákvarðanir út frá forritinu eftir það, en ekki eftir siðferðisvitund sinni, sannleiksást, samvisku, eða neinu öðru því sem flokksforritið drepur smám saman með þeim sem skipta á heila sínum og því. Það er enginn munur á fylgismönnum til dæmis Samfylkingarinnar eða Vísindakirkjunnar. Samfylkingin er trúarbragð sem snýst um hollustu við foryngjana og blinda hlýðni, og afbrigðilega heimsmynd sem snýst um baráttuna við hinn alilla Satan Davíð Oddsson, sem þeir trúa enn að ráði öllu í þeirra ofurlitla heimi, og ára hans Sjálfstæðismenn, við hið algóða, hlýðna og hugsunarlausa Samfylkingarfólk.

Niður með cultana! (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:58

5 Smámynd: Svavar Bjarnason

Aðeins einn stjórnmálaflokkur hérlendis hefur tengst hlerunum á samborgurum sínum. Ég hef mínar grunsemdirí þessu máli.

Svavar Bjarnason, 20.1.2011 kl. 17:14

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er örugglega svona langt síðan tölvan fannst, vantar ekki bara eitthvað til að beina athiklini frá því sem á gengur í stjórnarbúðunum.

Eyjólfur G Svavarsson, 21.1.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

hlynuris

Höfundur

Hlynur Ingvi Samúelsson
Hlynur Ingvi Samúelsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband